Norræni tískutvíæringurinn hefst á föstudaginn 21.mars n.k. í Museum Angewandte Kunst (MAK) í Frankfurt, Þýskalandi.
Okkar frábæru hönnuðir Steinunn Sigurðardóttir, Mundi, JÖR, Kría Jewelry og Hrafnhildur Arnardóttir (Shoplifter) hafa verið valin af sýningarstjórunum til þess að taka þátt og verða þau öll viðstödd opnun sýningarinnar. Viðburðurinn samanstendur af sýningunni The Weather Diaries og ráðstefnunni The Weather Forecast in Fashion and Design (Ráðstefnustjóri er Ragna Fróða) en Norræna húsið í Reykjavík er framleiðandi og MAK meðframleiðandi.
Á sýningunni eru ljósmyndir eftir Cooper og Gorfer, sem jafnframt eru sýningarstjórar NFB og innsetningar eftir hönnuði frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Cooper & Gorfer ferðuðust til eyjanna og unnu náið með hönnuðum og listamönnum.
Það má sjá skemmtilegar myndir frá vinnuferlinu hér! Cooper & Gorfer eru þekktar um allan heim fyrir einstakar ljósmyndabækur og hafa þær nú gert bók sem er samnefnd sýningunni.
Gestalten forlagið dreifir bókinni á heimsvísu en bókin verður fáanleg á Íslandi 28.mars smelltu hér til að sjá meira úr þessari flottu bók.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.