Vernon Panton hannaði Panton stólinn í kringum 1960 en hann var þó ekki framleiddur fyrr en um árið 1967 hjá Vitra
Stóllinn er í dag einn af þessum klassísku hönnunargripum heimsins enda sérlega flottur. Panton er fyrsti stóll sinna tegundar eða stóll án lappa. Hann var hugsaður sem bæði úti og inni stóll enda sómir hann sér vel bæði inni og úti.
Formið á stólnum veitir þeim sem situr í honum fullkominn stuðning og er mjög þægilegur. Hann fæst í nokkrum litum og er öruggt að hann er mjög flottur bæði einn og eins nokkrir saman.
En hvað eiga Kate Moss og Panton stóllinn sameiginlegt?
Þau prýddu forsíðu Vouge árið 1995. Þá sat Kate Moss nakin á stólnum á forsíðunni og vakti forsíðan gífurlega athygli… þó ögn meir hjá karlmönnunum en blaðið seldist upp á augabragði um heim allan – skemmtilegt það!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.