Árið 1949 hófu bræðurnir Desmond og Colin Rawson að framleiða leirtau í heimabæ sínum Hornsea á Englandi og fljótlega fór þeim að ganga einstaklega vel en báðir voru menntaðir myndlistarmenn.
Gripirnir nutu gríðarlegra vinsælda, seldust eins og heitar lummur og ekkert lát var þar á en segja má að vinsældirnar hafi náð hápunkti sínum milli 1970 og 85 og velgengnin var gríðarlega enda má reikna með að flestir kannist við þessa gripi.
Í dag eru þetta klassískar vörur sem eiga við hvenær sem er en framleiðslu þeirra var því miður hætt upp úr 2000 þegar fyrirtækið fór á hausinn. Sumt er í raun svo tímalaust að það lítur út fyrir að vera framleitt nú í dag. Þú getur fundið vörur frá Hornsea á Ebay og víðar á sölusíðum internetsins en sumt er fágætara en annað.
Vorið
Þessi skál er sérlega falleg
Kannast þú við þessar 70’s krukkur? 🙂
Ótrúlega skemmtilegt lúkk!
Kryddhilla
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.