Nú stendur yfir húsgagna og hönnunarsýning í Stokkhólmi, Annedal 2012
Við hönnuðir fögnum öllum sýningum sem eru svo nálægt okkur því þarna er hægt að sjá allt það nýjasta í hönnun í dag.
Lotta Agaton er sænskur innanhússhönnuður með bás á sýningunni. Lotta er einn af mínum uppáhaldshönnuðum, enda er hún fersk, veit vel hvað hún er að gera, fylgist vel með og hannar smekklega og nútímalega með því hugarfari að fólk búi í húsnæðinu í stað þess að það sé sýningarsalur.
Hér er smá sýnishorn af því sem Lotta Agaton gerir. Hún notar þarna húsgögn frá B&B sem er ítalskt hágæða húsgagnafyrirtæki og fæst í Heimahúsinu. Einnig notar hún sænska og danska húsgagnahönnuði í sínum útfærslum.
Hrein unun að sjá… takið líka eftir gráa litnum í hönnun hennar en hann er gríðarlega vinsæll í dag.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.