Tabisso er frekar nýlegt franskt hönnunarfyrirtæki sem hannar stóla og lampa en það sem er einstakt við hönnun þeirra er að stólarnir eru í formi stafa.
Hægt er að raða saman stólum og mynda þannig eitthvað skemmtilegt orð. Tabisso hafa vakið gífurlega athygli á húsgagnasýningum erlendis og fengið mikið lof fyrir frábæra hönnun.
Það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. Eitthvað nýtt og spennandi í gangi hjá Tabisso – fullkomið fyrir skrifstofur og fyrirtæki!

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.