Ég hef sérlegt dálæti á vel heppnuðum veitingastöðum og börum. Það gefur einhverja einstaka gleði að setjast inn á stað þar sem allt smellur fullkomlega saman, matseðill, umhverfi, þjónusta, tónlist og annað sem gerir góða stemmingu.
Og þegar ég finn svona staði þá slær hjartað pínu hraðar. Það er svo gaman þegar vel tekst til, hvort sem er hér eða erlendis.
Mister H, sérlega skemmtilega hannaður bar, staðsettur í Modrian hótelinu í Soho í New York. Hann er hannaður út frá prinsippum Feng Shui kúnstarinnar og skreyttur með einstaklega fallegum kínverskum húsgögnum og munum í bland við nútímalist, t.d ögrandi neonskiltið á veggnum sem segir svona gróflega yfirfært:
Hér eru engar vændiskonur, þetta er ekki hóruhús
Gott að hafa það á hreinu! Staðurinn opnaði í mars á þessu ári og er opinn hótelgestum en fastagestir staðarins eru trendý New York búar og stöku ferðamenn.
Í gættinni stendur gríðarlega stór dyravörður sem heitir því einfalda nafni Disco og sér til þess að þeir sem virðast geta hagað sér þokkalega vel fái að komast inn. Eða eins og eigandi staðarin segir:
“whoever understands the sophistication is welcome.
Smart og smekklegur staður í einni líflegustu borg jarðar… kíktu þangað í einn French 75 ef þú átt leið um Jórvíkina.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.