Eee… þjónn, það er hauskúpa í karöflunni minni…
Þessi svala karafla er handunninn af Esque studios í Brooklyn í New York en þar koma saman glerblásarar sem taka þessa fornu listgrein á annann ‘level’ ef svo mætti að orði komast.
Þú getur valið um að hafa hauskúpuna annaðhvort glæra eða svarta en karaflan sjálf rúmar tæpan líter og kostar litlar 113 þúsund krónur og er framleidd í mjög takmörkuðu upplagi.
Glerið er ítalskt en segja má að þarna komi saman uppreisnargirni og afar góður smekkur.
Rock on!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.