Pjattrófurnar birtu á dögunum viðtal við hina bráðskemmtilegu DD Unit sem flytur fréttir af fræga fólkinu í Hollywood á föstudagsmorgnum á Rás 2.
Í viðtalinu sagði hún meðal annars frá lífinu í Hollywood, ástinni og fræga fólkinu en einnig frá skartgripahönnun sinni sem kom til vegna eftirspurnar þeirra sem sáu hana með skartið sitt.
DD Unit framleiðir fínerí undir nafninu 4949 og selur meðal annars í Boutiqe Bella og Epal.
Hér má sjá þessar fallegu og glaðlegu festar sem eru alveg í anda hönnuðarins, líflegar og skemmtilegar, bjartar og glamúrus!
Módel myndirnar tók Jónína De La Rósa.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.