Guðrún Kristjánsdóttir er fædd og uppalin í Eyjafjarðarsveit á bænum Fellshlíð. Í dag býr hún á Akureyri þar sem hún þar sem hún elur upp börnin sín þrjú og starfar sem dagmóðir.
“Ég myndi hvergi annarstaðar vilja búa en hér á Akureyri. Ég fór beint að vinna eftir grunnskóla enda búin að fá nóg af skóla í bili. Það er alltaf nóg að gera á mínu heimili, með þrjú börn og hunda en aðaláhugmálið mitt eru Husky hundar svona fyrir utan glerið. Ég á þrjá Husky hunda, Tító, Töru og Theu.
Hvað ertu aðalega að hanna úr glerinu? “Ég hanna allskyns hjörtu, stór og lítil og með áletrunum. Ég geri einnig kertahjörtu, kurlhjörtu, lampa, platta, minningarbakka og allt sem mér dettur í hug,” segir Guðrún og bætir við að hún vinni mest heima hjá sér. “Stærri hluti og að brjóta gler í hjörtun sem ég geri allt í höndunum vinn ég í vinnuaðstöðunni í Álfagalleríinu inn í sveit.”
Áttu uppáhalds mun eftir sjálfa þig? “Úff, ég held að það sé flest allt í uppáhaldi hjá mér en ég nefni samt kertahjörtun.”
Hvað finnst þér um íslenska hönnun í dag ? “Hönnun í dag er ótrúlega flott á margan hátt. Eitt af mínu uppáhalds eru steinakarlarnir frá Önnu hér á Akureyri og Surtla Hönnun er með æðislegar vörur.”
Áttu þér uppáhalds hönnuð? “Uppáhalds hönnuður, ætli það sé ekki bara múttan mín sem hefur kennt mér svo margt. Hún hannar eyrnalokka, belti, armbönd úr leðri og roði, saumar peysugollur og er á kafi í handverkinu. Hún er með Álfagallerýið í sveitinni ásamt mér og 11 öðrum konum. Þar geta sko allir hitt álfa af öllum stærðum og gerðum í yndislegu umhverf.”
Ertu bjartsýn á framtíðina? “Framtíðin leggst vel í mig og allt opið eins og sagt er. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og ég hef viljann.”
Ef þú vilt hafa samband við Guðrúnu þá er hún með síðu á Facebook sem má skoða HÉR og er best að hafa samband við hana þar í einkaskilaboðum eða hringja en símanúmerið hennar er á síðunni”.
Hún Guðrún missti góðan vin í flugslysinu 5.ágúst s.l og ákvað að búa til hjörtu til minningar um góðan vin og bekkjabróður. Allur ágóðinn af sölunni rennur óskiptur til Hjálparsveitarinnar Dalbjörg í Eyjarfjarðarsveit.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.