Ýr Þrastardóttir frumsýnir nýja línu í Kiosk í kvöld:
“Nýja línan er einskonar áframhald af útskriftarverkefninu mínu,” útskýrir fatahönnuðurinn Ýr Þrastardóttir sem vakti einmitt mikla athygli fyrir útskriftarverkefni sitt síðastliðið vor.
“Ég ákvað að fara út í að framleiða fötin sem ég sýndi þá en það voru svo fáar flíkur að ég ákvað að stækka línuna. Þetta eru tólf stílar í allt en sumir koma í mismundandi útfærslum.”
Ýr hélt til Indlands til að framleiða fötin en þar fann hún ógrynni af fallegum og litríkum efnum. Útkoman er hin sérlega heillandi og litaglaða lína sem nefnist “Minimal” og er bæði kvenleg og rokkuð.
“Innblásturinn er samblanda af rokki, teknói og ” grunge”, með grafískum áhrifum,” segir Ýr. “Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á grafík og hef til dæmis gert marga flyera í gegnum tíðina. að bæta við hana. Þetta eru í allt tólf stílar en sumir koma í nokkrum mismunandi útfærslum. Innblásturinn er samblanda af rokki, technói og grunge, með grafískum áhrifum. En ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á grafík, og gert marga flyera í gegnum tíðina, það skemmtilega við grafík á fötum er að láta mismunandi efni, form og liti mynda mynstur á fötunum og nota þetta líka til að undirstrika kvenformið.”
Fatalínan, sem Ýr nefnir Minimal, verður nú fáanleg í versluninni Kiosk á Laugavegi, en til að halda upp á þetta verður sérstakt opnunarhóf í Kiosk klukkan átta í kvöld, föstudaginn 17 desember. Á sama tíma opnar hinn stórsnjalli fatahönnuður og listamaður Harpa Einarsdóttir myndlistarsýninguna Skulls&Halos sem mun skreyta veggina í rýminu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.