Falleg motta á réttum stað getur ýmsu breytt varðandi útlit heimilisins – til hins betra þar að segja…
Kúlumotturnar frá Nepaldo hafa lengi heillað mig, litirnir eru alveg meiriháttar flottir, fallegar litasamsetningar og þau eru með motturnar í góðum stærðum. Hægt er að fá motturnar bæði kringlóttar og í kassalöguðu formi.
Nepaldo hanna ekki einungis mottur, þau hanna einnig fallegar körfur sem nýtast fyrir hvað sem er. Svo eru það seturnar en þær passa á alla venjulegar stærðir af stólum og hægt að nota bæði á stóla innandyra sem og á útihúsgögn ef þig langar til að flikka upp á þau. Dýrabælin hafa verið mjög vinsæl hjá hunda og kattareigendum um allan heim enda með eindæmum krúttleg bæli.
Nepaldo er danskt hönnunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í hágæða vörum gerðum úr 100% nýsjálenskri ull. Gerðar eru kúlur úr ullinni og þær síðan bundnar saman með mjög sterkum nælonþræði. Vörurnar eru því mjög slitsterkar og ættu með réttri umgengni að endast fólki ævina. Fyrirtækið hefur hannað vörurnar frá árinu 2008 við miklar og góðar undirtektir víðsvegar um heiminn.
Danski innanhússhönnuðurinn Bettina Dyhr vinnur með Nepaldo við að hanna vörurnar en hún er mjög þekkt á norðurlöndunum fyrir fallega hönnun sína og skilar hún frábæru verki við þessa flottu hönnun.
Gaman er að segja frá því að hægt er að kaupa vörurnar frá Nepaldo hér á landi. Eru þær seldar í gegnum Facebook síðu til að halda kostnaði í lágmarki. Endilega kíktu á síðuna þeirra hér (Nepaldo á Íslandi).
En kíkjum á nokkrar myndir af vörunum
Hægt er að fá motturnar bæði kringlóttar og ferhyrnar. Koma þær í nokkrum mismunandi litasamsetningum, hverri annari fegurri.
Seta sem hentar hvaða stól sem er og gerir mikið fyrir augað
Falleg hlýleg hunda/kattarbæli. Þetta er í miklu uppáhaldi hjá mér! Bælin fást líka í mörgum mismunandi litasamsetningum og í nokkrum stærðum.
Litríkar kúlumottur fyrir barnaherbergið gerir mikið fyrir rýmið. Glaðlegu litirnir poppa herbergið upp og gefa heildinni flottan svip. Mottur sem fylgja barninu ár eftir ár, algjör snilld!
Já, vörurnar eru skemmtilegar, litríkar, fallegar, umhverfisvænar og smart frá Nepaldo. Mæli með að þú kíkir á heimasíðu þeirra á Facebook hér.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.