Þessar myndir eru ekki beint nýjar af nálinni en þegar ég rakst á þær aftur um daginn á coolhunter gat ég ekki staðist mátið og ákvað að deila þeim með þér.
Adam Kalkin á heiðurinn af þessari hönnun – Quick house fyrir Illy, sem þeir fóru með á Feneyjartvíæringinn en Illy hefur verið styrktaraðili sýningarinnar nokkur undanfarin ár.
Adam hefur verið þetta konsept hugleikið í þó nokkurn tíma og er þekktur fyrir gámahús sín, hvort heldur sem er hús sem ætluð eru sem tímabundin lausn á húsnæðisvanda fólks á neyðarsvæðum eða lúxushallir úr nokkrum gámum. Þegar ýtt er á takka opnast gámurinn eins og lótusblóm og er þá tilbúinn til notkunnar á 90 sekúndum.
Er þetta ekki upplagt framlag til aukinnar umferðar vegfarenda á Ingólfstorgi ? Ég er viss um að þetta myndi hleypa lífi í torgið.
Hver ætlar að hringja í borgarstórann ?
hér má sjá hvernig svona hús opnast:
http://www.architectureandhygiene.com/PBHouse/PBH.html

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.