Þetta minnir mig á Austin Powers og strumpana. Það er eins og Austin Powers hafi skellt sér í strumpaland og ákveðið að endurhanna plássið!
Frekar speisað
Þetta er mótelið Museumotel í Norður Frakklandi og er mjög vinsælt á meðal hippanna sem eru að ferðast um landið. Hvert hús er með sitt þema og fær nafn miðað við þemað. Hér erum við að tala um nöfn eins og – Ástarkúlan, Stjörnukúlan, Afslöppunarkúlan og svo framvegis.
Brjáluð litagleði og alveg öðruvísi!

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.