Old Mac Daddy er lúxus hjólhýsahótel staðsett í Elgin Valley, Grabouw, Suður Afríku en hótelið var byggt sérstaklega til að bjóða uppá öðruvísi og skemmtilegri gistingu.
Ekkert er tekið of alvarlega heldur einblínt á skemmtilegheitin, þægindin, húmorinn og frábæra staðsetningu til að skapa ógleymanlegar minningar.
Snilldarhugmynd!
Hjólhýsin eru innréttuð hvert á sinn hátt og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Þarna er til dæmis hjólhýsi sem er innréttað með box dýnu sem er einnig notað sem rúm eftir að fólk hefur fengið útrás við að slást örlítið. Eitt af þeim er innréttað eins og frumskógur, grænt veggfóður og plöntur einkenna það hjólhýsi svo gestinum líði eins og hann sé staddur í miðjum skógi…þó með öllum þeim þægindum sem flestir óska sér.
Við hjólhýsagarðinn er vatn fyrir þá sem vilja synda örlítið og skemmta sér í vatninu. Falleg sundlaug þar sem hægt er að slaka á og smella sér á einn kokteil í góða veðrinu. Froska tjarnir með syngjandi froskum og svo er það hjólabraut í kringum garðinn en hótelið er mjög vinsælt hjá hjólaferðamönnunum sem fer jú sífellt fjölgandi.
Flippað og ferlega flott hugmynd!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.