Þóra Finnsdóttir er íslenskur keramiker sem er að gera það gott í danaveldi.
Rakst á umfjöllun um hana í danska tímaritinu RUM þar sem ég sat á hárgreiðslustofu og fletti í gegnum blöð (sem eitt af því skemmtilegasta sem ég geri á hárgreiðslustofum…)
…Ég fór svo að grennslast meira fyrir um Þóru á Google og sá að hún er nefnd í flokki topp 5 keramiklistamanna að mati RUM. Þóra fær hönnun sína birta í nokkrum dönskum tímaritum sem skafa ekki af hæfileikakonunni sem hún er.
Þóra Finnsdóttir , eða „Finnsdottir“ sem er logo-ið hennar, hefur hannað skartgripi, ljósaskerma og yndislega vasa, m.a. babúsku vasa sem ég ÞARF að eignast.
Ég tók einu sinni keramik kúrs í Myndlistaskóla Reykjavíkur og fannst það æðislegt. Þetta var einnig mjög krefjandi nám og komst ég að því að það þarf virkilega vinnu og þolinmæði í að vera keramiker. Þetta er alveg klárlega eitthvað sem ég mun taka upp sem áhugamál til hliðar þegar tími gefst.
Hæfileikarík ung kona sem við eigum þarna útí kóngsins Köbenhavn!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.