Brad Stebbing er ungur og upprennandi hönnuður sem hannar þessi ofur flottu ljós…
Samba ljósin eru hönnuð úr Rattan sem er rót úr vínviði, svipað og bambus nema mun meiri sveigjanleiki í þessum rótum. Aðferðin er gömul víetnamísk aðferð sem hann lærði og kemur skemmtilega frá sér.
Lýsing og ljós eru eitt af því allra mikilvægasta í hönnun heimila.
Án fallegrar lýsingar er heimilið án karakters. Lýsing getur líka breytt hvaða rými sem er í algjöran gullmola. Svo endilega munið eftir ljósum og lýsingu þegar þið eruð að búa ykkur til fallegt hreiður.
Töff hönnun hjá flottum hönnuði!
_________________________________________________________
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.