Ef þú ert að plana ferðalag og langar að kíkja til Brooklyn, New York þá mæli ég með þessu gistiheimili.
Urban Cowboy er bed & breakfast gistiheimili þar sem hægt er að velja úr fjórum mismunandi herbergjum og veiðikofa. Herbergin eru öll mismunandi í stærðum og útliti en öll með sinn sjarma. Veiðikofin í bakgarðinum er innréttaður eins og hinn “venjulegi” veiðikofi upp í fjöllum svo andrúmsloftið er ævintýralegt og spennandi.
Byrjum á því að skoða myndirnar af aðalrýminu, í þessu rými deilir fólk eldhúsi, stofu og baðherbergi. Stíllinn er blanda af country og antík og kemur ákaflega vel út saman. Minnir aðeins á Kex hostel.
Herbergin eru dásamlega kósí með sérstakan sjarma yfir sér.
Smá indjána þema í gangi en rúmteppið er handsaumað af nokkrum konum af indjánaætt. Svo er það veiðikofinn sem er í bakgarðinum á húsinu. Lítill og sætur…
Gömul kolavél prýðir kofann ásamt leður sófa, stóru rúmi og baðkeri á fótum. Já hér er hægt að upplifa ákveðna veiðikofa stemmningu en samt ertu inni í miðri borg.
Endilega kíktu á heimasíðu þeirra ef þig vantar frekari upplýsingar en hún er hér – Skemmtilegt þetta!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.