Edda Skúladóttir klæðskeri fór að hanna og sauma undir eigin merki “Fluga” árið 2006. Edda hafði þá verið í 10 ár í Los Angeles að vinna fyrir þekkt fatamerki eins og Bebe og For Joseph og sneri heim eins og svo margir aðrir því hún vildi ala börnin sín upp á okkar farsældar Fróni.
Fluga hefur gengið mjög vel og hafa t.a.m kragarnir eftir hana verið í sölu í Epal, Kraum og Hrím, flott hönnun þar á ferð ásamt því að engir tveir kragar eru eins.
Edda leggur mikið upp úr góðum gæðum og frumlegri hönnun og allt sem frá henni kemur er bæði vandað og í góðum efnum. Í nýju línu hennar má aðallega finna lífrænar bómullarflíkur með áprentunum, ullarslár og silki og satín kragana flottu.
Ég mæli með að þið kíkið á Flugu á sýningunni “Handverk og hönnun” sem er frá fimmtudegi-mánudags næstkomandi í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Hér að neðan má sjá fyrirsætuna Sóley Kristjáns í haust og vetrarlínu Flugu:
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.