LEGO hönnuðirnir eru þeir heppnustu í heimi! Þeir fá að leika sér að LEGO allan daginn!
Höfuðstöðvar LEGO í Billung, Danmörku er svo sannarlega skemmtilegar. Vinnuaðstaðan mjög skapandi, stútfull af fjöri og leikjum. Þetta er vinnustaður sem leyfir fullorðnu fólki að haga sér eins og börn – verða partur af ímyndunarheimi barna.
Skrifstofurnar og fundarherbergin eru öll í sitthvorum litunum. Eitt er blátt, eitt er gult og annað appelsínugult. Á opna svæðinu eru vinnuborð með bonsai trjám sem hægt er að klippa til. Einnig er rennibraut á milli hæða og nóg af borðum til að búa til hvaða verk sem er úr LEGO kubbum. Fólk er hreinlega hvatt til að kubba sem mest.
Þetta er algjörlega einn af draumavinnustöðunum, frábær vinnuaðstaða!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.