Hin unga Delfina Delettrez fæddist í Róm fyrir 22 árum. Það er óhætt að segja að hún hafi fæðst með silfurskeið í munni en langamma hennar, Adele Casagrande, stofnaði Fendi tískuhúsið árið 1925…
…Í dag er Delfina Delettrez að einbeita sér að skartgripahönnun. Hún gerir mjög furðulega og skemmtilega skartgripi sem minna helst á listaverk. Þessir skartgripir hennar hafa náð miklum vinsældum á undanförnum árum og birst í ótal tímaritum og á forsíðum.
Smellið á myndirnar fyrir neðan til að skoða nánar þessa mjög flottu, sérstöku og oft fyndnu skartgripi!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.