Árið 2000 ákváðu stjórnarmenn Apple, undir stjórn Steve Jobs, að endurhugsa alla smásölu fyrirtækisins. Þeir vildu ekki lengur láta aðra sjá um að selja varninginn og því síður mátti gera það hvernig sem er.
Þar af leiðandi var fenginn her hönnuða og úrvals arkitekta til að hanna verslanir sem myndu bjóða viðskiptavinum einstaka upplifun. Hvert einasta smáatriði er úthugsað líkt og um Apple vöru væri að ræða og vilji menn opna verslun í sínu landi verður að fylgja gæðakröfum sem upphaflega voru settar af sjálfum Steve Jobs.
Meðal þeirra hönnuða sem hafa komið nálægt því að skapa þessar frábæru verslanir eru Bohlin Cywinski Jackson, Eckersley O’Callaghan, Eight Inc., Gensler, og ISP Design, Inc. í samstarfi við hönnunarteymi Apple.
Árið 2001 litu gamlir hundar í viðskiptaheiminum á þessa tilraun Apple sem glæfraspil en í dag hefur það alveg snúist við og segja má að sérverslanir Apple séu meðal þess helsta sem markar velgegni fyrirtækisins á þessari öld.
Smelltu til að skoða myndir af Apple verslunum um heim allann… Hér eru svo myndir af Eplinu í Smáralind en sú verslun opnaði í takt við gæðakröfur þeirra að utan nú í haust, daginn eftir að tilkynnt var um andlát Steve Jobs.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.