Ég rakst á snilldarsíðu um daginn en síðan heitir einfaldlega Allt íslenskt.is
Og síðan stendur alveg undir nafni. Þarna er að finna íslenska hönnun og íslenskar vörur á góðu verði. Allt fyrir konur, karla og börn. Hjá Allt íslenskt má kaupa allt á milli himins og jarðar, föt, krem, fjallagrasameðul og jafnvel list- sem sagt allt!
Þetta er frábært framtak og það er gott að styðja við innlenda framleiðslu og spara gjaldeyri. Hægt er að stilla síðuna á ensku og sjá verðlagið í erlendum gjaldmiðlum. Verið sniðug og bendið útlendum vinum eða kunningjum á síðuna og veljum íslenskt!
Eva er menntuð sem sviðslistakona úr Fræði og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands og menningarmiðlari úr Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Eva er líka mikill fagurkeri enda fædd í vogarmerkinu.