Exchange er nýtt hótel í Amsterdam sem hefur afar óvenjulega hönnun. Herbergin eru alls 61 og hvert og eitt er hannað með sérstakri stemningu.
Ég er mjög hrifin af allri hótel hönnun og finnst algjörlega nauðsynlegt að hafa hönnunina sérstaka, skemmtilega, öðruvísi og þægilega. Ekki flatt og leiðinlegt eins og mörg hótel voru hér áður fyrr.
En ég er ekki alveg viss hvað er í gangi með þetta hótel. Hvort þetta er hrikalega töff eða smá óhugnarlegt. Sum herbergin eru vissulega pínulítið drusluleg eins og þetta með köðlunum. Þar eru allskonar kaðlar hengdir á vegg og þetta er spes. Eins herbergið sem er með bréfarusli límdu á alla veggina. Þetta kemur ekkert illa út en það er samt eitthvað sem pirrar mig við þetta.
En eitt er alveg öruggt að það má vel hrósa hönnuðunum fyrir sköpunargleði sína! Sum herbergin eru alveg frábærlega hönnuð meðan það er spurningarmerki við önnur. Hvað finnst þér? Myndir þú gista á hóteli sem þessu?
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.