Innanhúshönnun veitingastaðarins Sushisamba hefur vakið mikla eftirtekt, og ekki síst tvær ljóskrónur sem hanga niður úr sitthvorum þakglugganum.
Ljósakrónurnar eru hannaðar af Leifi Welding en sá hefur meðal annars hannað Grillmarkaðinn, Fiskmarkaðinn og Sjávargrillið svo fátt eitt sé nefnt. Algjör snillingur á sínu sviði. Ljósakrónurnar eru búnar til úr dansandi styttum sem eru skornar og málaðar í höndunum úr sérstakri viðartegund sem ber nafnið Miriti (Mauritia flexuosa) en Miriti pálminn er vinsæll efniviður fyrir ýmsa muni leikföng og minjagripi þar sem hann er sérstaklega léttur. Það var ekki auðvelt að nálgast þessar styttur en þær eru aðeins fáanlegar í þorpinu Abaetetuba í Brasilíu og aðeins hægt að vinna viðinn sem þær eru tálgaðar úr á vissum árstíma þegar veðurskilyrði og raki eru rétt.
Þegar í Abaetetuba var komið tóku þorpsbúar vel á móti ferðalöngunum en trúðu ekki hvað þeir vildu kaupa margar styttur.
Stytturnar sem prýða Sushisamba voru gerðir sérstaklega fyrir staðinn og var mikið ævintýri að nálgast þá. Liðsmenn Sushisamba nutu aðstoðar Josy Zareen sem býr á Íslandi og fjölskyldu hennar sem býr í Brazilíu. Bruno sonur hennar keyrði dagleið á jeppa ásamt vini sínum í gegnum Amazon frumskóginn og þurfti að fara krókaleið sem meðal annars lá í gegnum svæði vopnaðra gullgrafara sem gera ýmislegt til að ná verðmætum.
Þegar í Abaetetuba var komið tóku þorpsbúar vel á móti ferðalöngunum en trúðu ekki hvað þeir vildu kaupa margar styttur. Eftir að búið var að greiða inn á verkið byrjuðu 22 þorpsbúar í tveim vinnuflokkum með litla hnífa að skera út þessar 400 styttur, líma þær saman í 200 dansandi pör og handmála. Þorpsbúarnir unnu í tvo sólarhringa til að klára verkið og á meðan beið Bruno með vini sínum. Síðan var keyrt til baka með stytturnar og þær sendar til Íslands þar sem Jozy tók á móti þeim og hengdi upp á Sushisamba.
Fyrirhöfnin borgaði sig því síðan þær fóru upp í loft staðarins hafa þær vakið mikla og verðskuldaða athygli.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.