Makiko Nakamura er keramik-listakona búsett í London. Hún hannar vörur sínar undir slagorðinu “What a wonderful world” en um þetta má sjá falleg merki í því sem hún lætur frá sér.
Hér er frábært bollastell hannað af Makiko. Þetta kallar hún “100 Years After the Party”… en eins og sjá má var þetta örugglega mjög ljúft og skemmtilegt partý sem átti sér stað fyrir hundrað árum.
Makiko á sér bakgrunn í bæði hönnun og listum en afurðir hennar eru oftar en ekki “one off” línur sem sameina bæði húmor og frásagnargleði en þannig segja verkin alltaf litla, og oftar en ekki ævintýralega sögu.
Mjöööög flott:
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.