Um daginn keypti ég mér agalega skemmtilega dagbók með ævintýramynstri frá Tulipop. Ekki vissi ég svo fyrr en um helgina að þetta væri íslensk hönnun, þegar ég rakst á Tulipop vörurnar í Listasafni Íslands.
Ég er agalega skotinn í ævintýraheim Tulipop sem hún Signý Kolbeinsdóttir skapar.
Skemmtilegir karakterar prýða vörulínuna sem samanstendur af dagbókum/minnisbókum, gjafakortum, plakötum og límmiðum. Vörurnar skiptast í nokkur þemu sem heita “Bubble & Spud”, “Chanting Buddha”, “Gloomy and friends”, “Maddy & friends”, “Maneki Neko” og “Mr Tree & Skully”. Ævintýraheimur sem minnir á japanskt animation.
Fyrsta lína Tulipop kom út í haust 2010 og hefur hlotið góðar viðtökur. Signý hefur t.d. hannað sætan sparibauk fyrir MP banka sem heitir Mosi. Ég er mjög spennt að sjá hvernig vörulínan mun þróast.
Sjálf hef ég augastað á “Bubble & Spud” fyrir barnaherbergi sonar míns og vona að það verði fleira til í því þema, gaman væri að fá óróa, lampa, styttur, rúmföt ofl. í þessarri skemmtilegu ævintýralínu. En ég mun byrja á að kaupa plakatið og límmiðana 😉
Tulipop fæst í Listasafni Íslands, Mál & Menning, Epal, Kraum, Kisan, Mýrin, Verslunin Sirka og Barnabúðinni í Garðastræti.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.