Þetta frábæra lego-eldhús er í eigu tveggja franskra hönnuða sem vinna oft saman undir nafninu Munchausen.
Þegar kom að því að innrétta eldhús heimilisins þá keyptu þau IKEA innréttingu og legókubba…
…Næsta vika fór svo að þekja innréttinguna með kubbunum en í verkið notuðu þau meira en 20.000 kubba! Og útkoman er frábær. Litríkt listaverk sem gegnir einnig hlutverki eldhúseyju. Restin af heimilinu er ekki síður spennandi…frammi í stofu er til dæmis röndóttur veggur og risastór legókall.
Smelltu á myndirnar fyrir neðan til að sjá meira…
__________________________________________________________________________________
Myndir fengnar að láni HÉÐAN.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.