Beckham fjölskyldan var dugleg að fara á milli Bretlads og Bandaríkjanna þegar þau bjuggu vestanhafs en Victoria fékk nóg af tímamismuninum og vildi flytja aftur heim til að einbeita sér að tískuveldi sínu.
Victoria var oftar en ekki á símafundum við starfsmenn sína í Bretlandi um miðjar nætur þegar hún bjó í Bandríkjunum og á endanum fékk hún nóg og var orðin útkeyrð á svefnleysinu.
Victoria á fjögur börn og stýrir tískuveldi sínu með einstakri natni en hún hefur risið hátt í tískuheiminum undanfarin ár, aðallega þar sem kjólarnir hennar þykja klassískir og fallegir.
Margar af stjörnunum í Hollywood eru yfir sig hrifnar af hönnun hennar og klæðast oft fatnaði frá henni á rauða dreglinum.
Victoriu fannst hún hinsvegar hafa fórnað ýmsu í gegnum árin vegna knattspyrnuframa Davids og tímabært að röðin væri komin að sér og hennar frama og þar sem samningur Davids við LA Galaxy var að renna út fannst þeim hjónum þetta rétta tímasetningin að fara aftur til Bretlands.
David er enn að íhuga sitt næsta framaspor en frést hefur að hann muni jafnvel fara til Kína til þess að spila knattspyrnu eða jafnvel kaupa hlut í einhverju atvinnuliði í knattspyrnu.
Hér er Facebook síða Victoriu Beckham en í myndasafninu hér að neðan getur þú séð fræga fólkið í hönnun frá Victoriu.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig