Að skilja í sviðsljósinu er örugglega eitt það erfiðasta sem þú getur lent í? Papparassar elta þig um allt, blöðin grafa upp ýmsan óþverra um þig og þú verður enn meira í molum… nógu erfitt hlýtur nú samt að vera að skilja.
Vanessa Paradis, fyrrverandi kona Johnny Depp, er í viðtali við franska ELLE og að sjálfsögðu var hún spurð út í Johnny og skilnaðinn. Vanessa svaraði:
“Ég vil ekki tala um hann, hver segir að listamenn eigi að selja sál sína og opinbera allt sitt einkalíf? Ég er að kynna kvikmynd og tónlist mína í þessu viðtali en getur þú ímyndað þér hvernig það er að blaðamenn og papparsar geri út á sársauka þinn og reyni að auka hann með lygum og myndum? – Það sem gerðist okkar á milli er okkar á milli”.
Um hamingjuna og af hverju samband þeirra gekk ekki upp segir Vanessa:
” Ég er ekki með neina uppskrift að hamingjunni, þú verður samt að þrá og vilja maka þinn. Þú átt að getað verið þú sjálf og maður á ekki að þurfa að vinna of mikið fyrir því að vera saman -það að vera til staðar og vera saman á að vera nóg en núna vil ég vera á þeim stað sem ég er stödd á akkúrat á þessari stundu”.
Um börn þeirra Johnny segir Vanessa: ” Þau eru að verða fullorðin og hafa fullorðnast enn meira við skilnaðinn, dóttir mín elskar að syngja á meðan að strákurinn minn elskar að spila á gítar”. Spurning hvort þau stofni fjölskylduhljómsveit?
Flott viðtal og góð svör hjá Vanessu sem er greinilega með bein í nefinu gagnvart framhleypnum blaðamönnum.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig