Tímaritið ELLE gaf nýlega út tölublað sem fjallar um konur í sjónvarpsþáttum en fjórar leikkonur prýddu forsíður blaðsins að þessu sinni.
Leikkonurnar fjórar eru: Zooey Deschanel (New Girl), Amy Poehler (Parks and Recreation), Allison Williams (Girls) og Mindy Kaling (The Mindy Project) en þessar leikkonur leika í vinsælustu sjónvarpsþáttunum vestanhafs um þessar mundir.
Það sem vakti mesta athugli við þessar forsíður er að Mindy (sem er eina konan sem er lituð) fékk nærmynd af sér og myndin er svarthvít á meðan hinar leikkonurnar fá heilmynd í lit. Mindy er reyndar stórglæsileg á þessari mynd (mitt mat) en það verður þó að segjast að forsíðan hennar sker sig óneitanlega úr.
Gagnrýnin hefur verið mest á myndina hennar Mindy vegna þess að hún er svart/hvít, í nærmynd og vegna þess að Mindy er ekki í “Hollywood” stærð en vilja margir meina að ELLE sé með kynþáttafordóma. Það er alveg deginum ljósara að þessi forsíða sker sig úr miðað við hinar en hvort það var gert vegna fordóma er enn ósvarað.
Hvað finnst þér, ætli að þetta sé með vilja gert, hugsunaleysi ritstjórans eða flott eins og þetta er?
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig