Transgender sonur söng -og leikkonunnar Cher hefur orðið fyrir aðkasti á netinu eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði að taka þátt í sjónvarpsþættinum Dancing with the stars.
Þátturinn hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum en margir frægir hafa komist í topp-form eftir að hafa tekið þátt. Meðal þeirra er t.d. Kelly Osbourne.
Cher hefur að vonum verið ósátt við ruglið sem kemur fram um son hennar á netinu og því hefur hún brugðið á það ráð að verja hann með kjafti og klóm eins og alvöru mömmur gera.
„Það er ráðist að Chaz á bloggum og spjallþráðum á netinu af því hann ætlar að vera með í DWTS! Þetta er ennþá Ameríka, er það ekki? Það kostaði hann mikið hugrekki til að stíga þetta skref. Ég styð hann í hverju sem hann langar að taka sér fyrir hendur og hann sýnir hugrekki sitt með þessu,“ skrifaði Cher á Twitter og bætti svo við: „Mæður munu aldrei umbera heimska durga sem f**%a í börnum þeirra!“
Oh Cher. Þú ert æði! Bíbí elskar þig, (þó þú sért úr plasti).

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.