Eiginmaður Tori Spelling (38) er líklegast ekki vinsælasti maðurinn á heimilinu eftir klúður ársins í gær.
Hann setti nefinlega mynd af syni þeirra á Twitter en í bakgrunni mátti sjá mömmuna slaka á, bera að ofan.
HALLÓ?
Hvað með að skoða myndirnar aðeins betur áður en þeim er póstað á netið?
Tori og Dean McDermott hafa verið gift síðan 2006 og eiga saman þrjú börn. Dean átti reyndar 45 ára afmæli í gær og af því tilefni skrifaði Tori óskaplega falleg skilaboð til hans á Twitter þar sem hún sagði meðal annars að allar Ken dúkkurnar sem hún lék sér með í æsku hefðu verið eftirlíkingar af eiginmanninum.
Það er stór spurning hvort hann fái sömu meðferð í dag eftir þetta glæsilega glappaskot?

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.