Leikstjórinn Tony Scott fannst látinn eftir að hafa kastað sér fram af brú en hann leikstýrði meðal annars Tom Cruise í kvikmyndinni Top Gun.
Tony Scott skildi eftir sjálfsvígsbréf í bílnum sínum og stökk síðan framan af Vincent Thomas brúnni í Los Angeles. Vitni segja að leikstjórinn hafi ekki hikað þegar hann stökk og látið sig falla beint í ánna.
Hann leikstýrði meðal annars í kvikmyndunum Top Gun, Days Of Thunder, Crimson Tide og hans síðasta mynd var Unstoppable.
Tom Cruise og Tony voru góðir vinir og var Tom afar miður sín þegar hann gekk út af veitingastaðnum Madeo eftir að hafa fengið að heyra fréttirnar af fráfalli leikstjórans.
Fleiri Hollywood stjörnur hafa látið sorg sína í ljós á Twitter og fleiri miðlum í dag en margir eru niðurbrotnir eftir fráfall leistjórans sem hafði barist við þunglyndi og greindist jafnframt nýlega með æxli í heila.
_________________________________________________________________
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig