Tom Cruise er launahæsti leikari Hollywoodborgar samkvæmt Forbes en sú ríkasta af yngri kynslóðinni er Taylor Swift samkvæmt nýjum lista sem tímaritið Forbes birti á dögunum.
Þar er farið yfir tekjur þeirra sem hafa ekki náð þrítugu en tímabilið spannar maí í fyrra til maí í ár, alls 12 mánuðir.
1. Taylor Swift vermir efsta sætið en söngkonan þénaði 57 milljónir bandaríkjadala með sölu á tónlist sinni, tónleikum, auglýsingum og fleira það eru um sjö og hálfur milljarður króna.
2. Söngvarinn sykursæti Justin Bieber er í öðru sæti á listanum með 55 milljónir dala sem er rétt rúmlega sjö milljarðar.
3. Í þriðja sæti á listanum er söngkonan Rihanna með 53 milljónir dollara eða 6.8 milljarða.
4. Lady Gaga er í fjórða sæti með 52 milljónir eða 6,2 milljarða íslenskra króna.
5. Í fimmta sæti er Katy Perry með 45 milljónir dollara eða um 5.8 milljarða króna.
6. Sjötta sætið hlýtur breska söngkonan Adele með 35 milljónir dollara sem er 4.5 milljarður króna.
7. Leikkonan Kristen Stewart er í sjöunda sæti með 34,5 milljónir eða rétt um fimm milljarða.
8. Rapparinn Lil Wayne er í áttunda sæti með 27 milljónir dollara eða þrjá og hálfan milljarð.
9. Leikarinn Taylor Lautner hlýtur níunda sætið með 26,5 milljónir dollara eða um 3,6 milljarða íslenskra seðla.
10. Robert Pattinson vermir tíunda sætið með 26,5 milljónir dollara sem er í kringum þrjá milljarða.
Glæsilegur árangur hjá þessu unga listafólki og gaman að sjá hvað það eru margar konur í sjö efstu sætunum. Öllum nema öðru þar sem krúttið Justin Bieber situr undir Taylor Swift.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig