Tískan fer í hringi en samt læðast alltaf nokkrar nýjungar á tískupallana og rauða dregilinn.
Nýjasta “æðið” er “hliðarbossinn” eða “side bum” eins og þetta kallast í slúðurpressunni vestra, já haldið ykkur! Það er í tísku að sýna smá af bossanum á hlið. Það virðist engu máli skipta hvort kjóllinn er stuttur eða síður það má allt þegar kemur að “sýna hliðarbossann” tískunni.
Sumar dömur í glysborginni eru alls ekki feimnar við að sýna þessa hlið á sér og klæðast jafnvel mjög stuttum kjólum en ég hef ekki hugmynd hvernig þær fara að því að halda kjólnum niðri svo það sjáist ekki í það allra heilagasta! Aðrar eru settlegri og eru í þröngum síðkjólum og þá er ein rönd á kjólnum á hvorri hlið sem er “hulin” með siffon efni þannig að línurnar sjást frá handarkrika og niður að fótum.
Í myndarsafninu hér að neðan getur þú séð nokkrar frægar í hliðarbossa kjólum! Verður þetta tískan á klakanum næsta sumar? Hæpið.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig