Vanalega lítur fólk vel út þegar það er ungt og fer svo aðeins niður brekkuna með aldrinum. Það er að segja, með árunum áttu að líta verr út en þegar þú ert í blóma æskunnar.
Þetta á þó hreint ekki við um alla og síst stórstjörnurnar í Hollywood sem virðast flestar eldast eins og Dorian Gray, það er að segja, þær eldast hreint ekki neitt.
Mjög margar fara í fegrunaraðgerðir til að láta bæta eða breyta útlitinu og flest þetta fólk hugsar mjög mikið út í hvað það borðar. Flest þjálfa þau skrokkinn reglulega og fara vel með sig eins og það er kallað.
Það skemmtilega er að þetta stendur okkur öllum til boða, svo lengi sem viljinn er fyrir hendi. Við getum öll nært okkur vel, sleppt reykingum og óhóflegri áfengisneyslu, hreyft okkur og reynt að sofa vel.
Ef myndirnar eru vel skoðaðar má sjá að annar hver maður/kona hefur farið í nefaðgerð. Slík aðgerð kallast ‘rhinoplasty’ á fagmálinu og sumir segja að gyðingastelpur í Bandaríkjunum fái slíkar fegrunaraðgerðir í fermingargjöf. Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Lady Gaga eru meðal þeirra sem hafa farið í nefaðgerðir en vissulega eldist allt þetta fólk sérlega vel. Það verður ekki annað sagt… með eða án nefaðgerða.
Ryan Seacrest
Blake Lively
George Clooney
Chelsea Handler
Kelly Ripa
Angelina Jolie
Ryan Reynolds
Rachel McAdams
Russell Brand
Gwyneth Paltrow
Jay-Z
Lady Gaga
Rihanna
Brad Pitt
Megan Fox
Jennifer Aniston
Kanye West
Katy Perry
Jennifer Lopez
Kardashian systur
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.