Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin með tilheyrandi viðhöfn í næsta mánuði og Time Magazine fékk nokkra leikara sem eru tilnefndir til að ræða um hlutverk sín og hvernig þeim gekk að komast í karakter.
Amy Adams er tilnefnd fyrir leik sinn í kvikmyndinni “The Master”.
Myndin gerist þegar stríð geysar en Amy segir að á meðan stríðinu stóð þurftu konur að stíga upp og verða húsbændur á sínu heimili og sinna öllu því sem maðurinn gerði áður en hann fór. En eftir að hann kom heim fór tími konunnar meira í að sinna manninum sínum og hlúa að honum. Amy segir að þessi tími í sögu kvenna hafi verið mjög áhugaverður og í dag sé hugarfarið allt annað.
Jessica Chastain leikur í kvikmyndinni “Zero Dark Thirty”
Sú fjallar um það þegar bandaríski herinn réðst á og drap Osama Bin Laden. Jessica er um þessar mundir að leika á sviði og hún segir að það sé talsverður munur á því að leika í leikhúsi og að vera fyrir framan myndavélina. Þegar þú sért í leikhúsinu þá sé mikilvægt að þú náir til allra áhorfenda en þegar þú ert fyrir framan myndavélina þá er eins og að myndavélin sé framlenging af sjálfri þér og þú hefur töluvert lengri tíma til að koma því til skila sem á að komast til skila. Það er jú alltaf hægt að taka atriðið upp aftur þegar þú leikur í kvikmynd en ekki í leikhúsi.
Anne Hathaway er tilnefnd fyrir hlutverk sitt sem Fantine í “Les Mirerablés” eða Vesalingunum
Hún segir að hún sé mjög ánægð með það að vera fædd árið 1982 og geti notið þess sem hún á núna. Fantine hafði það alls ekki eins gott og hún og Anne er mjög þakklát fyrir líf sitt og metur það ennþá betur eftir að hafa leikið þetta hlutverk.
Hugh Jackman er einnig tilnenfndur fyrir hlutverk sitt í Vesalingunum. Þar er karakter hans Jean í fangelsi og Hugh segir að fangelsi í dag og þá séu eins og svart og hvítt. Í dag koma dæmdir menn út með menntun og hafa fengið læknis og sálfræðihjálp til að verða betri manneskjur og gera sitt gagn í samfélaginu en á tímum myndarinnar hafi menn hreinlega komið út eins og dýr, eini tilgangurinn með fangavistinni var að brjóta þig niður.
Naomi Watts er tilnenfd fyrir leik sinn í kvikmyndinni “The Impossible” en sú mynd fjallar um það þegar flóðbylgjan kom yfir Taíland og leikur Naomi konu sem lenti í flóðbylgjunni ásamt fjölskyldu sinni.
Konan sem Naomi leikur heitir Maria og Naomi fékk að kynnast hinni raunverulegu Mariu og talaði mikið við hana og fékk ýmsar upplýsingar hjá henni til þess að komast í karakter. Naomi fannst það mjög mikilvægt til þess að skilja hlutverkið sitt betur og skila því frá sér með reisn og virðingu fyrir þá sem létust og þá sem misstu svo mikið á þessum hörmungardegi.
Allt áhugaverðar myndir og það verður gaman að sjá leik þessa flotta fólks og hvort þau fái nú verðlaunin.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig