Stjörnurnar voru samankomnar við afhendingu Emmy verðlaunanna í gærkvöldi og þar vantaði ekkert upp á glamúr og glæsileika.
Rauðir kjólar voru áberandi vinsælir sem og skart frá Lorraine Schwartz og skór frá Brian Atwood. Gwyneth Paltrow mætti í örlítið gegnsæjum kjól, alveg óvart, en kjóllinn hennar var hannaður af Emilio Pucci sem á sífellt meiri vinsældum að fagna.
Annars voru dömurnar hver annari flottari – enda kjólarnir að verða álíka mikilvægir og hver fær verðlaun á þessu kvöldi…

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.