Þeir eru tveir sem fá hjörtu True Blood aðdáenda til að slá aðeins hraðar. Annar er Alexander Skarsgard og hinn er Stephen Moyer sem leikur Bill Compton.
Tímaritið Womens Health fékk hann til að svara nokkrum vel völdum spurningum í sambandi við konur, ást og sambönd og hann svaraði mjög samviskusamlega. Hann er giftur Önnu Paquin sem leikur Sookie í True Blood, er í kringum 1.78 og 80 kg.
1 Hvað er besta sambandsráð sem þú hefur þegið?
Það tók mig langan tíma að átta mig á því að það er best að segja satt alveg frá byrjun. Ekki reyna að segja það sem þú heldur að aðrir vilji heyra. Því hreinna og beinna, því betra.
2 Endaðu þessa setningu: Ég gæti aldrei verið með konu sem…
Fílar ekki box. Þjálfarinn okkar gantast stundum með að koma konunni minni í box-keppnir en hann veit full vel að hún gæti jafnvel ekki tekið því sem gríni. Ég er mikll áhugamaður um box og hún hefur gaman af því líka.
3 Hver er karlmannlegasti eiginleiki þinn?
Ætli það sé ekki að vernda hjörðina? Ég er alls ekki fyrir ofbeldi og ef það er hægt að leysa málin án þess að nota hendurnar þá er ég fylgjandi því en ef einhver sýnir börnum mínum neikvæða tilburði þá kemur brjálaða ljónið fram í mér.
4 En hver er kvenlegasti eiginleiki þinn?
Ég er rosalega góður í að endurlífga orkídeur. Við vorum með bíddu… eina, tvær, þrjár… það voru tíu dauðar orkideur í eldhúsinu og núna eru þær allar að blómstra á sama tíma. Ég er frekar stoltur af þessu.
5 Hvernig veistu að þú ert orðin rosalega hrifin af konu?
Þegar ég á að vera að vinna en það kemst ekkert annað að í kollinum á mér en hún. Það gæti verið vísbending.
HRAÐASPURNINGAR:
Ljóshærð, dökkhærð eða rauðhærð?
Dökkhærð
Brjóst eða bossi?
Kollurinn á hennni
Ljósin slökkt eða kveikt?
Kveikt
Mjúkar línur eða vöðvar?
Bæði
Förðuð eða án farða?
Án farða
Heima eða út í bæ?
Í 80% tilfella vil ég vera heima en það getur verið ævintýri í því að fara stundum út saman
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.