Natalie Portman og kærasti hennar Benjamin Millepied voru á ferðinni um Genfarborg í Sviss í síðustu viku.
Með í för var litli unginn þeirra, Aleph sem er orðin 4 mánaða gamall… algjört krútt. Þau fóru á kaffihús og þar sat Aleph litli í fanginu á pabba. Ótrúlega sætt að sjá hvað mamman er hrifin af dúllunni sinni. Á annari mynd má sjá pabbann með Baby Bjorn poka á maganum þar sem Aleph slakar á en Benjamin og Natalie haldast í hendur. Greinilega ástfangið og hamingjusamt par.
Benjamin Millepied og Natalie Portman kynntust í kringum myndina Svarti Svanurinn en Benjamin er danshöfundur. Hann vinnur nú að uppsetningu á verki hjá þjóðleikhúsinu í Sviss.
Natalie Portman er af gyðingaættum og nafnið Aleph er fyrsti stafurinn í hebreska stafrófinu. Aleph þýðir líka einingin við Guð og er tákn fyrir vatnið.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.