Mikið var að við fengum að sjá myndir úr brúðkaupi Kim Kardashian!
Brúðkaupið fór fram í ágúst en það hefur verið endalaust mikið skrifað um það á netinu og í slúðurblöðum. Kim litla giftist hinum ofurstóra Kris Humphries og fyrir vikið fékk hann heila raunveruleikaþáttafjölskyldu inn í líf sitt. Spurning hvað hann þolir það lengi?
Upptökur úr þessu ofurbrúðkaupi verða sýndar á Entertainment Channel, eða E, í október en hér er fyrsti skammtur af almenninlegum myndum úr veislunni og vígslunni. Þarna má m.a. sjá Lohan mæðgurnar, Evu Longoriu (sem er á lausu), lítinn sætan hringabera og fáránlega stóra köku. Svo ekki sé minnst á brúðar og brúðarmeyjukjóla sem voru hannaðir af drottningu brúðarkjólanna Veru Wang. Flott brúðkaup hjá furðulegri fjölskyldu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.