Það var auðvitað ekki séns að fatta þetta strax en þessi svarthærða kona er engin önnur en hin gullfallega Sinéad O’Connor.
Sama Sinéad O’Connor sem söng Nothing Compares 2U. Sú sem var breþteikinlí bjútifúl.
Já, þetta er mjög ótrúlegt og Bíbí á erfitt með sig. Í fyrsta lagi er það átfittið sem var hannað af áttræðum fyrrum bankamanni, núvrandi munki í einhverju kaþólsku klaustri í Lúxemborg. Munki með samviskubit. Innblástur munksins kom frá klæðnaði og klippingu smábarna á Viktoríutímanum (svona goth toddler).
Hún er komin níu vikur á leið núna en þú veist…fötin mamma? Þetta er bara of skrítið.
Vonandi er Sinéad samt enn að gera góð lög. Platan hennar Nothing Compares 2U var auðvitað alveg með þeim betri sem hafa komið á markað.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=iUiTQvT0W_0[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.