Sharon Osborune komst að því fyrr á árinu að hún bæri með sér arfgengt krabbamein og ákvað þegar það uppgötvaðist að láta fjarlægja bæði brjóstin.
Sharon tók þessa ákvörðun til þess að hún þyrfti ekki alltaf að lifa í ótta en genið sem hún ber tengist brjóstakrabbameini. Sharon hefur fengið áður krabbamein í ristilinn og háði hatramma baráttu við það mein og ákvað því að vilja ekki lifa í ótta og fjarlægði bæði brjóstin.
Fyrir Sharon var þetta engin spurning, líkurnar voru henni ekki í hag og í staðinn fyrir að vera alltaf að hugsa um genið og allt sem tengist þessu fór hún í þessa aðgerð. Sharon er einnig nýorðin amma og sagðist ekki getað hugsað sér að geta ekki lifað nógu lengi til þess að sjá barnabarnið vaxa úr grasi.
Sonur Sharon Jack greindist með MS sjúkdóminn fyrr á árinu þannig að áföllin hafa því verið töluverð hjá Osbourne fjölskyldunni en þó hefur verið ljós í myrkrinu þar sem Jack varð faðir í fyrsta sinn og gifti sig í lok sumarsins.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig