Leikkonan Sarah Michelle Gellar segir frá því í nýjasta heftinu af Health Magazine að hún hafi þjáðst af útlitsþráhyggju á alvarlegu stigi.
Þegar útlitsþráhyggja er komin á alvarlegt stig kallast það body dysmorphic disorder en þá sér fólk eitthvað annað í speglinum en er í raun og veru og fær jafnvel sjúka þráhyggju á eitthvað eitt “lýti”.
Hún segist ekki alltaf vera örugg í eigin skinni og eigi það til að rífa sig niður fyrir að líta ekki nógu vel út. Í viðtalinu segir hún jafnframt að það sé ekkert vit í að bera sig saman við aðrar konur. Sérstaklega ekki eftir tilkomu photoshop og allskonar bilaðra matarprógramma: “Maður á að nota sjálfa sig sem innblástur.”
Sarah Michelle myndi þannig aldrei festa mynd af annari manneskju á ísskápinn til að fá innblástur. Sniðugra væri að setja upp mynd af sjálfri sér í toppformi en í raun væri hún ekkert til í að hafa mynd af sér fáklæddri uppi á ísskáp.
Sarah trúir því að flestar konur séu með body dysmorphic disorder í misstórum skömmtum. Hún segir að við verðum að muna að við séum mannlegar…
Þegar hún var spurð hvaða konur henni þættu rosalega flottar nefndi hún Pippu og Katherine Middleton sem dæmi.
Þó finnst henni Pippa flottari af því hún er hraustlega vaxin og greinilega dugleg að hreyfa sig á fjölbreyttan hátt.
“Ég held að konur séu loksins að verða sammála um að heilbrigt og hraustlegt útlit sé það fallegasta.”
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.