Í nóvember gefur ELLE út sérstakt blað tileinkað dömum í glysborginni en blaðið fær yfirskriftina “Women in Hollywood”. Sarah Jessica Parker er á forsíðu en í blaðinu rætt við nokkrar divur um lífið og framann í skemmtanaiðnaðinum.
Sarah Jessica Parker um framtíðarhlutverkin:
Það er ekki á stefnuskránni að leika aðra konu sem elskar tísku og býr í New York. Ég elskaði Carrie í “Sex And The City”en vil ekki fara að leika einhverja aðra útgáfu af henni. Þó að það sé mjög algengt að falla í sama farið aftur þá tel ég það afar mikilvægt að fara í allt aðra átt þegar kemur að framtíðarhlutverkum.
Octavia Spencer um að láta ekki vaða yfir sig:
Octavia stóð einu sinni fyrir framan frægan framleiðanda sem hakkaði hana í sig og sagði ýmislegt við hana sem hann hefði betur látið ósagt. Á þeirri stundu ákvað Oktavia að svara fyrir sig og sagði við hann að hann þekkti hana ekki nógu vel til þess að tala svona niður til hennar. Eftir það talaði hann aldrei svona við hana aftur en að sögn Octaviu er það viss sigur því þessi framleiðandi er gjarn á að öskra og rífast við allt og alla -hún vildi þó ekki nefna hann á nafn. Áfram Octavia!
Emma Watson um karakterinn sinn út Harry Potter Hermoine Granger:
Ég vissi það um leið og ég las bókina um Harry Potter að mér væri ætlað að leika þetta hlutverk. Ég er nýbúin að horfa á eina Potter mynd og mér fannst ótrúlegt að mér hefði tekist þetta, ég þarf að minna sjálfa mig á það annað slagið að ég hafi tekið þátt í einhverju jafn stóru og vinsælu og kvikmyndunum um Harry Potter.
Elle Fanning um að alast upp í sviðsljósinu:
Ég man eiginlega ekki eftir lífinu öðruvísi en að vera alltaf í kringum kvikmyndir og að gera eitthvað tengt þeim, ég lék í kvikmyndum eins og aðrir krakkar æfðu tennis eða píanóleik. Kvikmyndir voru tómstundirnar mínar. Ég er alltaf að reyna að betrumbæta mig eins og allir aðrir krakkar gera, vilja ekki annars allir vera góðir í því sem þeir eru að gera?
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig