Russel Brand er löngu hættur að djamma og dópa, nú stundar hann jóga á nóttunni, kannski af nokkuð forvitnilegri ástæðu?
Að sögn kunnugra var hann mættur kl 2 aðfaranótt laugardags í jógastúdíóið og dvaldist þar alla nóttina. Hann fór svo heim klukkan sjö í morgun búin að hugleiða í fimm tíma.
Líklegast á hann betur með að einbeita sér að sjálfri hugleiðslunni þegar hann mætir einn um hánótt því að sögn kunningja hans í jógastúdíóinu í LA nær hann sér yfirleitt í stelpur í jógatímum.
Meðal þeirra eru Isabella Brewster og mexíkóska listakonan Oriela Medellin en fyrir örfáum vikum var hann að kyssa einhverja laglega dömu eftir jógatíma .
Í síðustu viku var hann svo kominn með enn eina dömuna upp á arminn eftir jógatíma en þá sást til hans á kaffihúsi þar sem hann flaðraði ákafur upp á stelpuna. Jógað hemur greinilega engar hvatir… og talandi um það.
Merkilegt hvað það eru fáir karlmenn sem stunda jóga á Íslandi?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.