Rob Pattinson hefur ákveðið að setja húsið sem þau Kristen bjuggu í á sölu en hann er þegar fluttur út og getur ekki hugsað sér að búa þar lengur vegna minninganna um þau tvö.
Eignin er í Los Feliz í Los Angeles og það er meðal annars bíósalur í húsinu sem tekur um 150 manns, Noah Wylie (sem lék í ER) átti eignina áður en Rob fjárfesti í henni en það er aðeins um ár síðan hann keypti húsið og landið sem fylgir því.
Þetta staðfestir að Rob er ekki á leiðinni að ná sáttum við Kristen aftur. Hann er ekki eins reiður og áður en skilur samt ekkert í því hvers vegna hún hélt framhjá honum -hann segist enn elska hana og hugsi alltaf um hana en framhjáhaldið er hinsvegar eitthvað sem hann á afar erfitt með að fyrirgefa.
Robert sýnir enga ástarsorg í kringum Kristen því hún er á mörkum þess að fá taugaáfall. Hún sefur ekki og grætur allar nætur en Kristen virðist hafa séð til þess að hjónabandi leikstjórans og Liberty Ross sé endanlega lokið.
Rubert reynir hvað sem hann getur til þess að bjarga hjónabandinu á meðan Liberty vill ekkert með hann hafa en leiklistarferill hennar hefur tekið kipp eftir að upp komst um framhjáhaldið og tilboðin streyma inn á borð hennar á meðan einkalífið er í rúst.
Það gengur á ýmsu í draumaborginni…
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig