‘Belfie’ – eða “bottom selfie” kallast nýjasta dellann hjá Hollywood stjörnunum sem allar ólga af sýniþörf en er nú er æðið búið að grípa um sig á Bretlandi líka þar sem fyrirsætan Kelly Brook ríður á vaðið með fótósjoppaðan bossa, innblásinn af myndatöku Kim Kardashian.
Kelly sem er 33 ára var með talsvert stærri bossa en vanalega á myndinni enda búin að láta stækka hann upp í fótósjopp til að eiga eitthvað í hina armensk ættuðu KimBombu Kardashian.
Myndina tók Kelly á strönd í Cape town í suður afríku en MailOnline greinir frá þessari stórfrétt. Þegar hún birti myndina skrifaði hún um leið: “@kimkardashian I’ve seen that shot somewhere before HA!!'” – Pínu stríðin semsagt.
Kelly er sú síðasta til að taka þátt í þessu nýjasta æði stjarnanna sem en bæði Lady Gaga og Rihanna hafa séð ástæðu til að birta afturendann fyrir aðdáendum sínum á síðustu vikum. Kim olli smá æsingi á mánudaginn var þegar hún setti mynd af sér í hvítum sundbol sem sýnir ‘side-boob’ og bossann í öllu sínu veldi á Instagram en KimBomban varð mamma í júní s.l og hefur keppst við að koma sér aftur í form eftir meðgönguna.
Rihanna(25) sem elskar að láta okkur bregða og fá smá sjokk er mjög iðinn við ‘belfie’ myndatökur. Þessar tók hún þegar hún var í siglingu við Tæland á dögunum. Smart sundbolur, vonum að hún hafi samt ekki fengið krossa á bakið af honum.
Lady Gaga fannst tilvalið að nota rassinn á sér sem myndefni fyrir nýjustu smáskífu sína Do What U Want. Og það heldur mikið í nálægð.
Margir vilja meina að þetta sé bara byrjunin en að Kim hafi komið af stað brjálaðri dellu á þessu sviði. Þó myndatakan virðist vera voðalega afslöppuð eiga þau Kanye að hafa tekið ótal myndir og eytt þeim áður en þau náðu fullkomnu rassaskoti.
Gott með þau, vonum bara að dellann haldist þarna úti í Hollywood. Það yrði heldur bagalegt ef þessi sýniþörf myndi skjóta rótum hjá íslenskum Instagrömmurum. Pjattrófunum finnst fínt að hafa bossana bara í buxum eða pilsum. Ikke?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.