Pippa Middleton er alveg með það á hreinu hvernig á að stela senunni og þetta gerði hún eina ferðina enn í gær þegar hún mætti á Boodles Boxing Ballið á laugardagskvöld.
Pippa var klædd í skósíðan rauðan kjól, svo flegin að brjóstaskoran fékk að njóta sín alveg til fulls. Hún var á gylltum hælaskóm og með litla handtösku í stíl við skóna.
Góðgjörðardansleikurinn dró að sér ótal fræga eða konungborna breta en meðal þeirra voru prinsessurnar Eugenie og Beatrice ásamt fyrrum kærustu Harry Prins henni Chelsea Davy og fyrrum kryddpíunni Gerry Halliwell sem er alltaf jafn gordjöss.
Pippa var sem betur fer í för með kærastanum sínum honum Alex Loudon og náðust myndir af parinu í sleik fyrir utan Park Plaza hótelið um klukkan hálf-fimm um morguninn.
Tékkaðu HÉR á fleiri myndum frá dansleiknum. Flottir kjólar og fallegir bretar.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.