Bretar eru víst brjálaðir þessa dagana yfir gagnrýni á klæðaburð Katrínar Middleton og nú er systir hennar Pippa komin í sigtið líka.
Pippa klikkaði víst rosalega á prinsippunum þegar hún mætti í hnésíðum grænum kjól í fimmta brúðkaupið sitt á þessu ári. Að klæðast grænu í brúðkaup á að boða mikla ógæfu fyrir parið en bretar hafa meira að segja máltæki yfir þetta: „weddings and green should never be seen.“
Til að bæta gráu ofan á grænt var hún í himinháum hælum, en það á víst líka að þykja einkar óviðeigandi í svona sveitabrúðkaupi.
Pippa var makalaus í brúðkaupinu sem var haldið í Edinborg í Skotlandi en þar gekk gömul skólasystir hennar í það heilaga. Í stað kærastans mætti hún með mömmu, pabba og litla bróður -svona eins og maður gerir.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.